Námskeiðin

2 ára ballett

Forskóli 3 - 6 ára, 1x í viku

Miðstig 6-9 ára, 2x í viku

Efsta stig 10 - 20 ára, 3-4x í viku, ballett

Ballett fyrir 20 ára og eldri

Jazzballett og söngleikjadans

Silfur svanir 65 ára +

Pílates

4 vikna vornámskeið 2018

Fréttir af starfinu

Ballettsýning 090418 kl 19. -068

Skráning fyrir haustönn 2018 opnar 1. ágúst

Kennsla hefst 10. september.

-

Vetrarstarfið fer nú senn að hefjast.

Hægt að skoða alla tíma sem verða í boði í vetur undir námskeið en forskráning fyrir framhaldsnemendur opnar 1. ágúst. 

Almenn skráning opnar síðan 7. ágúst,

Það er áfram kennt á 3 stöðum í vetur. Við bjóðum upp á kennslu fyrir alla aldurshópa í Skipholti en einnig fyrir forskóla og 2ja ára í Kópavogi og í Grafarvogi.
Annars verður starfið okkar með hefðbundnu sniði en auk klassíska ballettsins bjóðum við upp á jazzballett og söngleikjadans fyrir forskóla og jazz/modern fyrir eldri nemendur.


Vinsælu Pílates tímarnir verða að sjálfsögðu áfram í boði, morgun- og kvöldtímar.

Ballett fyrir fullorðna og svo eru "Silfur-svanir" sem er prógramm fyrir 65 ára og eldri.

32375964_1922193857854969_1704200734804803584_n

Nýtt námskeið hefst 28. maí

-

Nýtt pílates námskeið hefst 28. maí. 
Frábært kerfi og æfingar sem auka styrk, liðleika og þol.

Tímarnir byggjast á styrktaræfingum, jafnvægisæfingum og djúpvöðvaþjálfun.

2x í viku í 4 vikur, kr. 15.000,-

mánud. & miðvikud. kl. 18.00

Kennsla fer fram í Skipholti 50c, 3. hæð.
Kennari: Vala Ómarsdóttir 

Kennararnir

Deild ekki valin

Brynja Scheving

Brynja hóf ballettnám í Ballettskólanum ung að árum en auk þess stundaði hún nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Brynja tók ballettkennarapróf á vegum Félags íslenskra listdansara, FÍLD árið 1988 og hefur starfað við kennslu síðan.

Á yngri árum tók Brynja þátt í hinum ýmsu uppfærslum á vegum Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins eins og Gosa, Orfeifur og Evridís og Blindisleik. Árið 1987 hlaut hún styrk úr Styrktarsjóði ungra listdansara og hlaut þjálfun um tíma með Íslenska dansflokknum og dansaði m.a. með flokknum í verkinu Draumur á Jónsmessunótt. 

Brynja útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík, af uppeldissviði, árið 1987. Hún hefur sótt margs konar námskeið í dansi hérlendis sem erlendis eins og Yorkshire ballet seminars, Palucca Schulen í Dresden o.fl. 

Hún hefur samið fyrir sjónvarp og leikhús, þ.á.m. Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu.

Brynja hefur verið skólastjóri skólans frá árinu 2002. 

Edda Scheving

Edda byrjaði í ballett 3 ára. Hún hefur tekið þátt í sýningum skólans síðan, annað hvort sem nemandi eða sem danshöfundur. 

Hún hefur einnig stundað nám við Listdansskóla Íslands og útskrifaðist af samtímadansbraut JSB árið 2013. 

Edda lauk stúdentsprófi á listabraut frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2013. Hún hefur sótt ýmis dansnámskeið hér heima sem og erlendis, m.a. í Trinity Laban í London.

Edda aðstoðaði í kennlsu í skólanum í mörg ár en hefur verið einn af aðal kennurum við skólann síðan 2013.

Soffía Dröfn Marteinsdóttir

Soffía hóf nám í Ballettskólanum 7 ára gömul og þaðan lá leiðin í Listdansskóla þjóðleikshússins. 

Hún dansaði í ýmsum uppfærslum Íslenska dansflokksins og Þjóðleikhússins m.a. Giselle, Öskubusku, Paquitu ofl. Hún hlaut styrk úr styrkstarsjóði ungra listdansara árið 1987 og hefur sótt ballettnámskeið í New York, London og víða í Evrópu. Hún dansaði með Íslenska jassballettflokknum meðan hann starfaði. 

Hún byrjaði kennslu sem aðstoðarkennari við hlið Ingibjargar Björnsdóttur skólastjóra Listdansskólans 16 ára gömul og kenndi einnig á ballettárunum í Jassballettskóla Báru, Dansstúdíó Sóleyjar og Dansstúdíó Dísu. 

Soffía er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Hún er einnig lærður fatahönnuður og yogakennari. 

Soffía hefur kennt í Ballettskóla Eddu Scheving frá árinu 2002.