Námskeiðin

Krúttdans 2 ára

Forskóli 3 - 6 ára, 1x í viku

Miðstig 6-9 ára, 2x í viku

Efsta stig 10 - 19 ára, 3-4x í viku, ballett

Ballett fyrir 20 ára og eldri

NÝTT! Jazzballett og söngleikjadans

NÝTT! Silfur svanir 65 ára +

NÝTT! Pilates

Fréttir af starfinu

Ballett fyrir fullorðna

Ný námskeið að hefjast

Tímar fyrir 20-30 ára. Silfur svanir, prógramm fyrir 65 ára+ og ný Pilates námskeið.

Silfur svanir er prógramm fyrir 65 ára og eldri, frábærir mjúkir tímar með góðum styrktaræfingum og gleði. Hefst miðvikudaginn 19. október. 6 vinka námskeið kostar kr. 11.000,- kennt 1x í viku. Ekki þarf að hafa grunn í dansi en farið er í grunnæfingar í klassískum ballett og gerðar góðar og styrkjandi æfingar fyrir miðju líkamans. Enginn hraði, aðeins mýkt og glæsileiki.

Tímar fyrir 20-30 ára er frábær leið til að halda sér í formi, tímar fyrir þær sem hafa dansað lengi og langar ekki hætta. Nýtt námskeið hefst fimmtudaginn 27. október. 6 vikur kostar kr. 12.000,- Hver kennslustund er 90 mínútur, kennt er 1x í viku. Frábærir tímar þar sem ekkert er gefið eftir. Áhersla er lögð á klassískan ballett og modern/jazz.

Pilates tímar 2x í viku. Rétt líkamsstaða er okkur öllum afar mikilvæg og því þarf að þjálfa vel djúpvöðvana. Pilates æfingar styrkja allan líkamann og er mjög áhrifaríkt kerfi til að styrkja og lengja vöðvana. 

Kynningarverð kr. 21.900,- Kennt á morgnana og á kvöldin. 

silfur svanir

Silfur svanir fyrir 65 ára og eldri

Nýtt námskeið hefst 19. október

Frábært prógramm og bara mjúkar og léttar æfingar. 

6 vikna námskeið einu sinni í viku kostar kr. 11.000,- 

Ekki þarf að hafa grunn í dansi en farið er í grunnæfingar í klassískum ballett og gerðar góðar og styrkjandi æfingar fyrir miðju líkamans.

Enginn hraði, aðeins mýkt og glæsileiki.

Nemendum býðst að vera með í jólasýningu skólans í Tjarnarbíói. 

Kennararnir

Deild ekki valin

Brynja Scheving

Brynja hóf ballettnám í Ballettskólanum ung að árum en auk þess stundaði hún nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Brynja tók ballettkennarapróf á vegum Félags íslenskra listdansara, FÍLD árið 1988 og hefur starfað við kennslu síðan.

Á yngri árum tók Brynja þátt í hinum ýmsu uppfærslum á vegum Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins eins og Gosa, Orfeifur og Evridís og Blindisleik. Árið 1987 hlaut hún styrk úr Styrktarsjóði ungra listdansara og hlaut þjálfun um tíma með Íslenska dansflokknum og dansaði m.a. með flokknum í verkinu Draumur á Jónsmessunótt. 

Brynja útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík, af uppeldissviði, árið 1987. Hún hefur sótt margs konar námskeið í dansi hérlendis sem erlendis eins og Yorkshire ballet seminars, Palucca Schulen o.fl. 

Hún hefur samið fyrir sjónvarp og leikhús, þ.á.m. Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu.

Brynja hefur verið skólastjóri skólans frá árinu 2002. 

Edda Scheving

Edda byrjaði í ballett 3 ára. Hún hefur tekið þátt í sýningum skólans síðan, annað hvort sem nemandi eða sem danshöfundur. 

Hún hefur einnig stundað nám við Listdansskóla Íslands og útskrifaðist af samtímadansbraut JSB árið 2013. 

Edda lauk stúdentsprófi á listabraut frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2013. Hún hefur sótt ýmis dansnámskeið hér heima sem og erlendis, m.a. í Trinity Laban í London.

Edda hefur aðstoðað við kennlsu í skólanum í mörg ár en hefur starfað sem kennari við skólann frá 2013.

Soffía Dröfn Marteinsdóttir

Soffía hóf nám í Ballettskólanum 7 ára gömul og þaðan lá leiðin í Listdansskóla þjóðleikshússins. 

Hún dansaði í ýmsum uppfærslum Íslenska dansflokksins og Þjóðleikhússins m.a. Giselle, Öskubusku, Paquitu ofl. Hún hlaut styrk úr styrkstarsjóði ungra listdansara árið 1987 og hefur sótt ballettnámskeið í New York, London og víða í Evrópu. Hún dansaði með Íslenska jassballettflokknum meðan hann starfaði. 

Hún byrjaði kennslu sem aðstoðarkennari við hlið Ingibjargar Björnsdóttur skólastjóra Listdansskólans 16 ára gömul og kenndi einnig á ballettárunum í Jassballettskóla Báru, Dansstúdíó Sóleyjar og Dansstúdíó Dísu. 

Soffía er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Hún er einnig lærður fatahönnuður og yogakennari. 

Soffía hefur kennt í Ballettskóla Eddu Scheving frá árinu 2002.

Tinna Ágústsdóttir

Tinna byrjaði að dansa 4 ára í Ballettskóla Eddu Scheving. Hún stundaði einnig nám í Listdansskóla Íslands auk þess hefur hún m.a. lagt stund á leiklist, söng, píanó og pilates.

Hún lærði hönnunarnám í Iðnskólanum, útskrifaðist í leiklist frá Kvikmyndaskóla Íslands 2010. Hún var á náttúrufræðibraut í Fjölbrautarskólanum í Ármúla.

Tinna hefur sótt námskeið í klassískum ballett, nútímadansi, tangó o.fl. víða erlendis þ.á.m. í Konunglega Ballettskólanum. Tinna tók þátt í Sóló danskeppnum á vegum LÍ og keppti fyrir þeirra hönd í Svíþjóð.

Hún tók m.a. þátt í hinum ýmsu barnasýningum eins og Línu Langsokk og Pétur Pan í Borgarleikhúsinu og Hárinu í Austurbæ. Hún hefur einnig dansað og leikið í stuttmyndum og kvikmyndum. 

Tinna hefur starfað í Ballettskólanum síðan 2002 og hefur verið einn af aðalkennurum skólans síðan 2010. Tinna er einnig Pilates leiðbeinandi.