Námskeiðin

2 ára ballett

Forskóli 3 - 6 ára, 1x í viku

Miðstig 6-9 ára, 2x í viku

Efsta stig 10 - 20 ára, 3-4x í viku, ballett

Ballett fyrir 20 ára og eldri

Jazzballett og söngleikjadans

Silfur svanir 65 ára +

Mat Pilates

sumarnámskeið 2020

Fréttir af starfinu

Við erum öll almannavarnir

-

Að gefnu tilefni viljum við ítreka að aðeins einn forráðamaður mæti með hverju barni og allir passi vel upp á fjarlægðarmörk.

Bið foreldra/aðstandenda í setustofu/búningsherbergjum er ekki æskileg og við biðjum foreldra að bera grímur ef það þarf að staldra við inni hjá okkur í meira en 2-3 mínútur í senn.
Hjá litlum byrjendum biðjum við foreldra að meta hvort að hægt sé að skreppa frá. Við erum með auka aðstoðarfólk með inni í tímunum og við erum með nafnalista og símanr. hjá öllum ef eitthvað kemur upp á.

Við hvetjum alla til að fara í gönguferðir, sumir bíða bara í bílnum.
Alls ekki mæta of snemma og nauðsynlegt er að hafa nemendur tilbúna innan undir.
Við verðum öll að vanda okkur og gera okkar besta svo þetta gangi allt sem best fyrir sig.
Við minnum áfram á handþvott með sápu og að spritta.
Allir snertifletir eru sótthreinsaðir vel og reglulega.

Kær kveðja,
starfsfólk Ballettskóla Eddu Scheving

69416199_860734687633634_4645757594554597376_n

Kennsla hefst 9. september.

-

Kennsla hefst miðvikudaginn 9. september.

Við erum áfram á 3 stöðum í vetur. Í Skipholti 50c og bjóðum einnig upp á kennslu fyrir forskóla sem og 2ja ára ballett bæði í Kópavogi og í Grafarvogi.

Annars er starfið okkar með hefðbundnu sniði en auk klassíska ballettsins bjóðum við einnig upp á jazzballett fyrir yngri og jazz/modern fyrir eldri nemendur.
Mat Pilates tímar eru í boði, morgun- og kvöldtímar.
Ballett-fitness fyrir fullorðna og svo eru "Silfur-svanir" sem er prógramm fyrir 65 ára og eldri. Nú eru einnig tímar fyrir 20-30 ára "advanced"

Skoða má stundaskrá fyrir alla aldurshópa með því að smella á "Námskeið" 

Kennararnir

Deild ekki valin

Brynja Scheving

Brynja hóf ballettnám í Ballettskólanum ung að árum en auk þess stundaði hún nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Brynja tók ballettkennarapróf á vegum Félags íslenskra listdansara, FÍLD árið 1988 og hefur starfað við kennslu síðan.

Á yngri árum tók Brynja þátt í hinum ýmsu uppfærslum á vegum Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins eins og Gosa, Orfeifur og Evridís og Blindisleik. Árið 1987 hlaut hún styrk úr Styrktarsjóði ungra listdansara og hlaut þjálfun um tíma með Íslenska dansflokknum og dansaði m.a. með flokknum í verkinu Draumur á Jónsmessunótt. 

Brynja útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík, af uppeldissviði, árið 1987. Hún hefur sótt margs konar námskeið í dansi hérlendis sem erlendis eins og Yorkshire ballet seminars, Palucca Schulen í Dresden o.fl. 

Hún hefur samið fyrir sjónvarp og leikhús, þ.á.m. Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu.

Brynja hefur verið skólastjóri skólans frá árinu 2002. 

Edda Scheving

Edda byrjaði í ballett 3 ára. Hún hefur tekið þátt í sýningum skólans síðan, þá annað hvort sem nemandi eða sem danshöfundur. 

Hún hefur einnig stundað nám við Listdansskóla Íslands og JSB en hún útskrifaðist af samtímadansbraut JSB árið 2013. 

Edda lauk stúdentsprófi á listabraut frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2013. Hún hefur sótt ýmis dansnámskeið hér heima sem og erlendis, m.a. í Trinity Laban í London.

Edda aðstoðaði í kennslu í skólanum í mörg ár en hefur verið einn af aðalkennurum við skólann síðan 2013.

Soffía Dröfn Marteinsdóttir

Soffía hóf nám í Ballettskólanum 7 ára gömul og þaðan lá síðan leiðin í Listdansskóla þjóðleikshússins. 

Hún dansaði í ýmsum uppfærslum Íslenska dansflokksins og Þjóðleikhússins m.a. Giselle, Öskubusku, Paquitu ofl. Hún hlaut styrk úr styrkstarsjóði ungra listdansara árið 1987 og hefur hún sótt ballettnámskeið víða, meðal annars í New York, London og víðar í Evrópu. Hún dansaði með Íslenska jassballettflokknum á meðan hann starfaði. 

Hún byrjaði kennslu sem aðstoðarkennari við hlið Ingibjargar Björnsdóttur skólastjóra Listdansskólans 16 ára gömul og kenndi einnig á ballettárunum í Jassballettskóla Báru, Dansstúdíó Sóleyjar og Dansstúdíó Dísu. 

Soffía er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Hún er einnig lærður fatahönnuður og yogakennari. 

Soffía hefur kennt í Ballettskóla Eddu Scheving frá árinu 2002.