Ballett fyrir allan aldur frá 2 ára, Jazzballett, Ballett fyrir fullorðna, Silfursvanir fyrir 65 ára+ og Mat Pilates
Kennsla fellur niður eftir kl. 18.30 í dag, mánudaginn 21. febrúar vegna veðurs.

Ballett fyrir allan aldur frá 2ja ára. Silfur-svanir 65 ára +, Ballett-fitness, Mat-pilates og jazzballett, eitthvað fyrir alla.
Við erum á þremur stöðum, í Skipholti 50c, Kópavogi og Grafarvogi.
Kennsla hefst 17. janúar 2022.
Senda má tölvupóst á brynjascheving@simnet.is eða hringja í s. 861-4120 fyrir frekari upplýsingar.
Ballettskóli Eddu Scheving fagnar 60 ára afmæli í ár og að því tilefni efnum við til ljósmyndasamkeppni þar sem 6 heppnir vinningshafar hljóta veglegar gjafir að andvirði kr. 60.000,- hver í formi inneignar sem hægt er að nýta á öllum námskeiðum okkar.
Birta þarf myndir á facebook eða instagram og merkja/tagga skólann. Einnig er gott að setja millumerkið #ballettí60ár
Síðasti skilafrestur er 25. ágúst. Þá mun fimm manna dómnefnd sem skipuð er úrvals fólki sem öll tengjast ballettskólanum á einhvern hátt en þau munu á endanum velja 6 bestu myndirnar
Dómnefnd skipa:
Anna Kristín Óskarsdóttir, ljósmyndari og förðunarfræðingur
Hanna V. Guðmundsdóttir, píanókennari og undirleikari við skólann
Helena Jónsdóttir, dans- og kvikmyndagerðarkona
Íris Tanja Flygenring, leikkona og dansari
Marteinn Tryggvason Tausen, þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur

Kennsla hefst miðvikudaginn 8. september. Skráning er hafin.
Við erum áfram á 3 stöðum í vetur. Í Skipholti 50c og bjóðum einnig upp á kennslu fyrir forskóla sem og 2ja ára ballett bæði í Kópavogi og í Grafarvogi.
Annars verður starfið okkar með hefðbundnu sniði en auk klassíska ballettsins bjóðum við einnig upp á jazzballett fyrir yngri og jazz/modern fyrir eldri nemendur.
Mat Pilates tímar eru í boði, morgun- og kvöldtímar.
Ballett-fitness fyrir fullorðna og svo eru "Silfur-svanir" sem er prógramm fyrir 60 ára og eldri. Nú eru einnig tímar fyrir 20-30 ára "advanced"
Skoða má stundaskrá fyrir alla aldurshópa með því að smella á "Námskeið"
Við erum búin að færa sýningardagana okkar yfir á 17. og 18. maí.
Frekari uppl. koma síðar en við eigum líka eftir að fá frekari uppl. frá leikhúsinu, þá hvernig við munum hafa það plan og halda sýningar miðað við þær fjöldatakmarkanir sem gilda núna.
Hlökkum til að sjá alla aftur 💖
Samkvæmt hertum sóttvarnarreglum sem eru nú að taka gildi, liggur öll starfsemi skólans niðri til og með 14. apríl. Við sendum út frekari upplýsingar og fréttir til allra flokka fljótlega.
Förum varlega og höldum áfram að vanda okkur.
Kær kveðja,
Starfsfólk Ballettskóla Eddu Scheving
Haustönninn okkar klárast í janúar, kennsla hefst aftur 4. janúar þar sem við lengdum önnina til að bæta upp alla tíma.
Ný vorönn hefst mánudaginn 1. febrúar 2021.
Ballett fyrir allan aldur frá 2ja ára. Silfur-svanir 65 ára +, Ballett-fitness, Mat-pilates og jazzballett, eitthvað fyrir alla.
Við erum á þremur stöðum, í Skipholti 50c, Kópavogi og Grafarvogi. Skráning hefst 2. janúar.
Senda má tölvupóst á brynja@bsch.is eða hringja í s. 861-4120 fyrir frekari upplýsingar.
Síðasti tíminn á haustönn er þriðjud. 26. janúar og vorönn hefst 1. febrúar.
Við munum framlengja námskeiðin í desember og janúar til að bæta upp tapaða tíma. Vonandi fáum við að kenna öllum aldursflokkum sem allra fyrst en allir hópar eiga að geta fylgt tímum inni á facebook síðunum.
Samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis liggur öll starfsemi skólans niðri til og með 19. október.
Við sendum út frekari fréttir síðar.
Förum varlega og verum heima - Kennsla fellur niður í dag.
Sendum út tilkynningu með frekar upplýsingum í kvöld eða á morgun!
Starfsfólk Ballettskóla Eddu Scheving
Í ljósi hertra reglna og aðstæðna í þjóðfélaginu.
Við viljum ítreka að bið foreldra/aðstandenda í setustofu/búningsherbergjum er ekki leyfð núna nema þess nauðsynlega þurfi og það er þá einungis með allra minnstu byrjendunum. Foreldrum ber þá skylda til að vera með grímu sem er nú orðin staðalbúnaður okkar allra.
Við erum með auka aðstoðarfólk inni í tímunum og við erum með nafnalista og símanr. hjá öllum ef eitthvað kemur upp á.
Það má ekki mæta of snemma og nauðsynlegt er að hafa nemendur tilbúna innan undir.
5 mínútum áður en tíminn byrjar eru kennarar tilbúnir að taka við börnunum.
Minnum á að grímuskylda er í öllum hópum 16 ára og eldri.
Við verðum öll að vanda okkur og gera okkar besta svo þetta gangi allt vel fyrir sig.
Við minnum áfram á handþvott með sápu og að spritta.
Allir snertifletir eru sótthreinsaðir vel og reglulega allan daginn.
Kær kveðja,
starfsfólk Ballettskóla Eddu Scheving
Að gefnu tilefni viljum við ítreka að aðeins einn forráðamaður mæti með hverju barni og allir passi vel upp á fjarlægðarmörk.
Bið foreldra/aðstandenda í setustofu/búningsherbergjum er ekki æskileg og við biðjum foreldra að bera grímur ef það þarf að staldra við inni hjá okkur í meira en 2-3 mínútur í senn.
Hjá litlum byrjendum biðjum við foreldra að meta hvort að hægt sé að skreppa frá. Við erum með auka aðstoðarfólk með inni í tímunum og við erum með nafnalista og símanr. hjá öllum ef eitthvað kemur upp á.
Við hvetjum alla til að fara í gönguferðir, sumir bíða bara í bílnum.
Alls ekki mæta of snemma og nauðsynlegt er að hafa nemendur tilbúna innan undir.
Við verðum öll að vanda okkur og gera okkar besta svo þetta gangi allt sem best fyrir sig.
Við minnum áfram á handþvott með sápu og að spritta.
Allir snertifletir eru sótthreinsaðir vel og reglulega.
Kær kveðja,
starfsfólk Ballettskóla Eddu Scheving

Kennsla hefst miðvikudaginn 9. september.
Við erum áfram á 3 stöðum í vetur. Í Skipholti 50c og bjóðum einnig upp á kennslu fyrir forskóla sem og 2ja ára ballett bæði í Kópavogi og í Grafarvogi.
Annars er starfið okkar með hefðbundnu sniði en auk klassíska ballettsins bjóðum við einnig upp á jazzballett fyrir yngri og jazz/modern fyrir eldri nemendur.
Mat Pilates tímar eru í boði, morgun- og kvöldtímar.
Ballett-fitness fyrir fullorðna og svo eru "Silfur-svanir" sem er prógramm fyrir 65 ára og eldri. Nú eru einnig tímar fyrir 20-30 ára "advanced"
Skoða má stundaskrá fyrir alla aldurshópa með því að smella á "Námskeið"
Kennsla fyrir nemendur á leik- og grunnskólastigi hefst aftur 4. maí og munum við þá klára önnina en það voru 2 vikur eftir þegar samkomubann skall á.
Við minnum áfram á handþvott með sápu og að spritta. Allir snertifletir verða áfram sótthreinsaðir reglulega.
Bið foreldra í setustofu/búningsherbergjum er ekki vel liðin, of erfitt að halda 2ja metra reglunni þar. Við hvetjum fólk til að fara í gönguferðir á meðan. Við biðjum alla að virða þessar nýju reglur og vera ekki að mæta of snemma og reyna að hafa nemendur eins mikið tilbúna innan undir og hægt er svo tími í búningsklefum sé sem styðstur.
Það er svo sannarlega mikil tilhlökkun okkar megin að fá að hitta alla nemendur okkar aftur.
Tölvupóstar eiga að berast til allra hópa með frekari upplýsingum.
Kennsla verður hjá okkur með hefðbundnum hætti núna um helgina, föstudag, laugardag og sunnudag.
Öll kennsla fellur síðan niður fram yfir páska en þá tökum við stöðuna á ný.
Sendum út frekari upplýsingar síðar, hvenær kennsla hefst á ný ásamt upplýsingum um nýja sýningartíma.
Öll kennsla fellur síðan niður fram yfir páska en þá tökum við stöðuna á ný.
Sendum út frekari upplýsingar síðar, hvenær kennsla hefst á ný ásamt upplýsingum um nýja sýningartíma.
Nemendasýningarnar okkar eiga að vera í Borgarleikhúsinu 30. og 31. mars n.k. Allir foreldrar eiga nú að hafa fengið póst frá okkur með öllum upplýsingum.
Miðasala átti að hefjast 10. mars en hefst föstud. 20. mars inn á https://tix.is/is/ eða í Borgarleikhúsinu.
Við höldum annars okkar striki og höfum nú reynt að minnka allar æfingar og leiki þar sem við þurfum að haldast í hendur, þó svo að það sé óhjákvæmilegt í nokkrum dönsum.
Við hvetjum annars til handþvottar með sápu og að spritta.
Allir snertifletir í skólanum eins og stangir, hurðarhúnar o.fl. eru þvegnir með sótthreinsandi daglega.

Ballett fyrir allan aldur frá 2ja ára. Silfur-svanir 65 ára +, Ballett-fitness, Mat-pilates og jazzballett, eitthvað fyrir alla.
Við erum á þremur stöðum, í Skipholti 50c, Kópavogi og Grafarvogi.
Kennsla hefst miðvikudaginn 8. janúar 2020.
Senda má tölvupóst á brynjascheving@simnet.is eða hringja í s. 861-4120 fyrir frekari upplýsingar.
20-30 ára, 2x í viku á mánud. & miðvd. kl. 21.00
6 vikna námskeið kostar kr. 25.000,- Einnig hægt að vera 1x í viku.
6 vikna mat-pílates námskeið hefjast 23. október.
Frábært kerfi og æfingar sem auka styrk, liðleika og þol.
Tímarnir byggjast á styrktaræfingum, jafnvægisæfingum og djúpvöðvaþjálfun.
2x í viku í 6 vikur kr. 25.000,-
Á mánud. og miðvd. kl. 20.00 eða á þriðjud. og fimmtud. kl. 9.00
Kennsla fer fram í Skipholti 50c, 3. hæð.
Kennari: Tinna Ágústsdóttir
Kennsla hefst miðvikudaginn 11. september.
Við erum áfram á 3 stöðum í vetur. Í Skipholti 50c en við bjóðum einnig upp á kennslu fyrir forskóla sem og 2ja ára ballett bæði í Kópavogi og í Grafarvogi.
Annars er starfið okkar með hefðbundnu sniði en auk klassíska ballettsins bjóðum við einnig upp á jazzballett fyrir yngri og jazz/modern fyrir eldri nemendur.
Mat Pilates tímar eru í boði, morgun- og kvöldtímar.
Ballett-fitness fyrir fullorðna og svo eru "Silfur-svanir" sem er prógramm fyrir 65 ára og eldri. Nú eru einnig tímar fyrir 20-30 ára "advanced"
Skoða má stundaskrá fyrir alla aldurshópa með því að smella á "Námskeið"

Höfum bætt við nýjum tíma fyrir Silfursvani á miðvikudögum kl. 14.00 Byrjar 13. febrúar, 8 vikna námskeið kostar kr. 15.900,-
Allar frekari upplýsingar fást með því að senda póst á brynjascheving@simnet.is eða með því að hringja í 861-4120
Mat-pilates. Ný námskeið hefjast 25. febrúar.
Morgun- og kvöldtímar í boði. Frábærir tímar með Tinnu og Aðalheiði sem auka styrk, þol og liðleika. 2x í viku í 6 vikur, kostar kr. 23.800,-
Vorönnin hefst mánudaginn 14. janúar. Skráning er hafin.
Hægt að skoða alla tíma sem eru í boði hér undir námskeið.
Við bjóðum upp á kennslu fyrir alla aldurshópa í Skipholti en einnig fyrir forskóla og 2ja ára í Kópavogi og í Grafarvogi.
Annars verður starfið okkar með hefðbundnu sniði en auk klassíska ballettsins bjóðum við upp á jazzballett og söngleikjadans fyrir forskóla og jazz/modern fyrir eldri nemendur.
Vinsælu Pílates tímarnir verða að sjálfsögðu áfram í boði, morgun- og kvöldtímar.
Ballett fyrir fullorðna og svo eru "Silfur-svanir" sem er prógramm fyrir 65 ára og eldri.

6 vikna mat-pílates námskeið hefjast 22. október.
Frábært kerfi og æfingar sem auka styrk, liðleika og þol.
Tímarnir byggjast á styrktaræfingum, jafnvægisæfingum og djúpvöðvaþjálfun.
2x í viku í 6 vikur kr. 23.800,-
Á mánud. og miðvd. kl. 20.00 eða á þriðjud. og fimmtud. kl. 9.00
Kennsla fer fram í Skipholti 50c, 3. hæð.
Kennarar: Tinna Ómarsódttir og Tinna Grétarsdóttir

Vetrarstarfið fer nú senn að hefjast.
Hægt að skoða alla tíma sem verða í boði í vetur undir námskeið en forskráning fyrir framhaldsnemendur opnar 1. ágúst.
Almenn skráning opnar síðan 7. ágúst,
Það er áfram kennt á 3 stöðum í vetur. Við bjóðum upp á kennslu fyrir alla aldurshópa í Skipholti en einnig fyrir forskóla og 2ja ára í Kópavogi og í Grafarvogi.
Annars verður starfið okkar með hefðbundnu sniði en auk klassíska ballettsins bjóðum við upp á jazzballett og söngleikjadans fyrir forskóla og jazz/modern fyrir eldri nemendur.
Vinsælu Pílates tímarnir verða að sjálfsögðu áfram í boði, morgun- og kvöldtímar.
Ballett fyrir fullorðna og svo eru "Silfur-svanir" sem er prógramm fyrir 65 ára og eldri.
Það verður kennsla hjá okkur í dag en við biðjum foreldra að meta færð og veður í sinni heimabyggð áður en þið leggið af stað. Það er líka alltaf möguleiki að bæta sér upp tíma um helgina.
Hafið samband við Brynju til að fá upplýsingar um aukatíma:
brynjascheving@simnet.is

Ballett fyrir allan aldur frá 2ja ára og upp í Silfur-svani, sem eru tímar fyrir 65 ára +, Pilates og jazzballett, eitthvað fyrir alla.
Nú erum við á þremur stöðum, í Skipholti 50c, Kópavogi og Grafarvogi. Rafræn skráning er nú hafin.
Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar 2018 samkvæmt stundaskrá.
Ef nemandi mun nýta frístundastyrk sveitarfélaga en vill tryggja sér pláss áður en hægt er að staðfesta styrkinn má senda tölvupóst á brynjascheving@simnet.is

NÚ Á 3 STÖÐUM, Í SKIPHOLTI. KÓPAVOGI OG GRAFARVOGI.
RAFRÆN SKRÁNING OPNAR MÁNUDAGINN 14. ÁGÚST.
Sjá má stundaskrá fyrir alla aldurflokka hér á síðunni undir námskeið, birt með fyrirvara um breytingar.
Ekki er hægt að byrja að skrá fyrr en 14. ágúst.
Kennsla hefst mánudaginn 11. september.
Allar upplýsingar fást í síma 861-4120 eða með því að senda okkur tölvupóst á brynjascheving@simnet.is

Við bjóðum Völu Ómarsdóttur hjartanlega velkomna til starfa.
Vala verður með mat-pílates tímana hjá okkur i vetur.
Sjá stundaskrá og allar upplýsingar hér í námskeið.
Vala er menntaður jógakennari frá Jógastúdíó Reykjavíkur en hún er einnig með kennsluréttindi í mat-based Pilates frá Future Fit Training í London.

Sniðugt í jólapakkann fyrir þær sem elska að dansa, jafnt fyrir unga sem aldna. Ballett fyrir 2ja ára og upp í Silfur-svani sem eru 65 ára+, Pilates og jazzballett.
Kennsla hefst að nýju mánudaginn 9. janúar 2017 samkvæmt stundaskrá. Ef nemandi mun nýta frístundastyrk sveitarfélaga en vill tryggja sér pláss áður en hægt er að staðfesta styrkinn má senda tölvupóst á brynjascheving@simnet.is
Ný námskeið að hefjast
Tímar fyrir 20-30 ára. Silfur svanir, prógramm fyrir 65 ára+ og ný Pilates námskeið.
Silfur svanir er prógramm fyrir 65 ára og eldri, frábærir mjúkir tímar með góðum styrktaræfingum og gleði. Hefst miðvikudaginn 19. október. 6 vinka námskeið kostar kr. 11.000,- kennt 1x í viku. Ekki þarf að hafa grunn í dansi en farið er í grunnæfingar í klassískum ballett og gerðar góðar og styrkjandi æfingar fyrir miðju líkamans. Enginn hraði, aðeins mýkt og glæsileiki.
Tímar fyrir 20-30 ára er frábær leið til að halda sér í formi, tímar fyrir þær sem hafa dansað lengi og langar ekki hætta. Nýtt námskeið hefst fimmtudaginn 27. október. 6 vikur kostar kr. 12.000,- Hver kennslustund er 90 mínútur, kennt er 1x í viku. Frábærir tímar þar sem ekkert er gefið eftir. Áhersla er lögð á klassískan ballett og modern/jazz.
Mat-Pilates tímar 2x í viku. Rétt líkamsstaða er okkur öllum afar mikilvæg og því þarf að þjálfa vel djúpvöðvana. Pilates æfingar styrkja allan líkamann og er mjög áhrifaríkt kerfi til að styrkja og lengja vöðvana.
Kynningarverð kr. 21.900,- Kennt á morgnana og á kvöldin.
Frábært prógramm og bara mjúkar og léttar æfingar.
6 vikna námskeið einu sinni í viku kostar kr. 11.000,-
Ekki þarf að hafa grunn í dansi en farið er í grunnæfingar í klassískum ballett og gerðar góðar og styrkjandi æfingar fyrir miðju líkamans.
Enginn hraði, aðeins mýkt og glæsileiki.
Nemendum býðst að vera með í jólasýningu skólans í Tjarnarbíói.
NÝJUNG!
Við bjóðum upp á skemmtilegar nýjungar í haust!
Jazzballett, modern og söngleikjadans fyrir forskólaaldur og eldri nemendur sem vilja bæta við sig fleiri tímum í viku.
Hörku tímar fyrir ballerínur 20 ára og eldri sem geta ekki hætt að dansa. Blandað prógramm með ballett/pilates/jazz/modern. Hægt er að skrá sig 1x eða 2x í viku.
Við bjóðum upp sér táskó tíma þar sem farið verður í styrktaræfingar og sóló dansa og góðar teygjur í lokin.
Sér tími til að auka styrk, þol og liðleika fyrir 13 ára og eldri.
Silfur svanir er nýtt og frábært prógramm fyrir 60 ára og eldri.
Svo er boðið upp á frábæra Pilates tíma sem verða í boði á morgnana, í hádeginu og á kvöldin.
Kennsla hefst 12. september.
Skráning hefst mánudaginn 15. ágúst.
Sjá má stundaskrá hér í námskeiðum, birt með fyrirvara um breytingar. Ekki er hægt að byrja að skrá fyrr en 15. ágúst.
Kennsla hefst mánudaginn 12. september.
Opnum í nýju og glæsilegu húsnæði í Skipholti 50c þar sem erum með 2 sali og getum því boðið upp á enn meiri fjölbreytni í tímavali.
Hlökkum til að sjá ykkur.