Nemendasýningarnar okkar eiga að vera í Borgarleikhúsinu 30. og 31. mars n.k. Allir foreldrar eiga nú að hafa fengið póst frá okkur með öllum upplýsingum.
Miðasala átti að hefjast 10. mars en hefst föstud. 20. mars inn á https://tix.is/is/ eða í Borgarleikhúsinu.
Við höldum annars okkar striki og höfum nú reynt að minnka allar æfingar og leiki þar sem við þurfum að haldast í hendur, þó svo að það sé óhjákvæmilegt í nokkrum dönsum.
Við hvetjum annars til handþvottar með sápu og að spritta.
Allir snertifletir í skólanum eins og stangir, hurðarhúnar o.fl. eru þvegnir með sótthreinsandi daglega.