NÝJUNG!
Við bjóðum upp á skemmtilegar nýjungar í haust!
Jazzballett, modern og söngleikjadans fyrir forskólaaldur og eldri nemendur sem vilja bæta við sig fleiri tímum í viku.
Hörku tímar fyrir ballerínur 20 ára og eldri sem geta ekki hætt að dansa. Blandað prógramm með ballett/pilates/jazz/modern. Hægt er að skrá sig 1x eða 2x í viku.
Við bjóðum upp sér táskó tíma þar sem farið verður í styrktaræfingar og sóló dansa og góðar teygjur í lokin.
Sér tími til að auka styrk, þol og liðleika fyrir 13 ára og eldri.
Silfur svanir er nýtt og frábært prógramm fyrir 60 ára og eldri.
Svo er boðið upp á frábæra Pilates tíma sem verða í boði á morgnana, í hádeginu og á kvöldin.
Kennsla hefst 12. september.