
Vetrarstarfið fer nú senn að hefjast.
Hægt að skoða alla tíma sem verða í boði í vetur undir námskeið en forskráning fyrir framhaldsnemendur opnar 1. ágúst.
Almenn skráning opnar síðan 7. ágúst,
Það er áfram kennt á 3 stöðum í vetur. Við bjóðum upp á kennslu fyrir alla aldurshópa í Skipholti en einnig fyrir forskóla og 2ja ára í Kópavogi og í Grafarvogi.
Annars verður starfið okkar með hefðbundnu sniði en auk klassíska ballettsins bjóðum við upp á jazzballett og söngleikjadans fyrir forskóla og jazz/modern fyrir eldri nemendur.
Vinsælu Pílates tímarnir verða að sjálfsögðu áfram í boði, morgun- og kvöldtímar.
Ballett fyrir fullorðna og svo eru "Silfur-svanir" sem er prógramm fyrir 65 ára og eldri.