Soffía Dröfn Marteinsdóttir
Soffía hóf nám í Ballettskólanum 7 ára gömul og þaðan lá síðan leiðin í Listdansskóla þjóðleikshússins.
Hún dansaði í ýmsum uppfærslum Íslenska dansflokksins og Þjóðleikhússins m.a. Giselle, Öskubusku, Paquitu ofl. Hún hlaut styrk úr styrkstarsjóði ungra listdansara árið 1987 og hefur hún sótt ballettnámskeið víða, meðal annars í New York, London og víðar í Evrópu. Hún dansaði með Íslenska jassballettflokknum á meðan hann starfaði.
Hún byrjaði kennslu sem aðstoðarkennari við hlið Ingibjargar Björnsdóttur skólastjóra Listdansskólans 16 ára gömul og kenndi einnig á ballettárunum í Jassballettskóla Báru, Dansstúdíó Sóleyjar og Dansstúdíó Dísu.
Soffía er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Hún er einnig lærður fatahönnuður og yogakennari.
Soffía hefur kennt í Ballettskóla Eddu Scheving frá árinu 2002.