
Tinna Grétarsdóttir
Tinna Grétarsdóttir hóf dansnám sitt í Ballettskóla Eddu Scheving og fór síðar í Listdansskóla Íslands. Að því loknu lá leið hennar í Listaháskólann í Osló þaðan sem hún útskrifaðist með BA próf af nútímadansbraut 1998.
Tinna starfaði lengi sem dansari í Noregi og vann fyrir leikhús í Osló, Bergen og Skien. Á Íslandi hefur Tinna unnið sem dansari m.a. með Valgerði Rúnarsdóttur, Ólöfu Ingólfsdóttur og Íslenska dansflokknum. Síðustu ár hefur Tinna einbeitt sér að því að vinna barnasýningar fyrir yngstu kynslóðina með flokki sínum Bíbí og blaka. Tinna er einnig verkefnastýra Dansverkstæðisins.
Hún er með STOTT pilates kennararéttindi frá Noregi og kenndi við Pilates Room í Osló í nokkur ár.
Tinna hefur verið með morguntímana í pílates.