
Tinna Ágústsdóttir
Tinna byrjaði að dansa 4 ára í Ballettskóla Eddu Scheving. Hún stundaði einnig nám í Listdansskóla Íslands auk þess hefur hún lagt stund á leiklist, söng, píanó, pilates og margt fleira.
Hún lærði hönnunarnám í Iðnskólanum, útskrifaðist í leiklist frá Kvikmyndaskóla Íslands 2010. Hún var á náttúrufræðibraut í Fjölbrautarskólanum í Ármúla.
Tinna hefur sótt námskeið í klassískum ballett, nútímadansi, tangó o.fl. víða erlendis þ.á.m. í Konunglega Ballettskólanum. Hún tók þátt í hinum ýmsu barnasýningum þegar hún var yngri, eins og Línu Langsokk og Pétur Pan í Borgarleikhúsinu, hún dansaði og söng í Hárinu í Austurbæ.
Tinna hefur starfað í Ballettskólanum síðan 2002 og var einn af aðalkennurum skólans frá 2010. Hún kennir nú í efstu deild og einnig Mat-Pilates.