• Heim
  • Námskeið
  • Skráning
  • Fréttir
  • Kennarar
  • Um skólann
  • Ballettskóli Eddu Scheving (2)

    Vorönnin hefst 1. febrúar - Skráning er hafin

    Ballettskóli Eddu Scheving

    Nú á 3 stöðum, í Skipholti, Kópavogi og Grafarvogi
    Skrá á námskeið
  • IMG_1388 - Copy

    Starfandi í 60 ár

    Ballettskólinn var stofnaður árið 1961

Deild ekki valin

Tinna Ágústsdóttir

Tinna byrjaði að dansa 4 ára í Ballettskóla Eddu Scheving. Hún stundaði einnig nám í Listdansskóla Íslands auk þess hefur hún lagt stund á leiklist, söng, píanó, pilates og margt fleira.

Hún lærði hönnunarnám í Iðnskólanum, útskrifaðist í leiklist frá Kvikmyndaskóla Íslands 2010. Hún var á náttúrufræðibraut í Fjölbrautarskólanum í Ármúla.

Tinna hefur sótt námskeið í klassískum ballett, nútímadansi, tangó o.fl. víða erlendis þ.á.m. í Konunglega Ballettskólanum. Hún tók þátt í hinum ýmsu barnasýningum þegar hún var yngri, eins og Línu Langsokk og Pétur Pan í Borgarleikhúsinu, hún dansaði og söng í Hárinu í Austurbæ.

Tinna hefur starfað í Ballettskólanum síðan 2002 og var einn af aðalkennurum skólans frá 2010. Hún kennir nú í efstu deild og einnig Mat-Pilates. 

Ballettskólinn Skipholti

Ballettskólinn Grafarvogi

Íþróttahús Kópavogsskóla

Hafðu samband

Ballettskóli Eddu Scheving

  • Skipholt 50c
  • Reykjavík
  • +3548614120
  • 480210-1740
  • brynja@bsch.is