
Þyri Huld Árnadóttir
Þyri Huld Árnadóttir hóf dansnám sitt í Balletskóla Eddu Scheving síðar lá leiðin í Listandsskóla Íslands og þaðan í Danslistarskóla JSB.
Hún útskrifaðist með BA próf frá Listaháskóla Íslands á samtímadansbraut 2011.
Þyri Huld hefur starfað með Íslenska Dansflokknum síðan 2011 ásamt öðrum dans verkefnum innan sem utan landssteinanna. Hún hlaut Grímuna sem dansari ársins 2015 og 2017. Ásamt því að vinna sem dansari hefur hún líka samið dansverk fyrir börn.